vítahringur

já mikið rétt. meðvirkni getur birst á mismunandi hátt.  ætli það sé ekki eins misjafnt eins og við erum mörg.  en það sem kemur mér mest á óvart er hvað ég verð rosalega kvíðin og öfugsnúin við að lesa þessa bók.  það er svo margt í henni sem passar við mig.  hlutir sem ég hef ekki sett í neitt samhengi við meðvirkni.  svo kemur hringrás hugsana, svo finnur maður hvernig kvíðinn magnast upp og er orðin að stórum hnút í maganum, þangað til að maður er komin með eitt gott panic kast. 

en af hverju er ég þá að lesa þetta???? jú ég held að hluti af þessu kvíðakasti sé að maður á erfitt með að horfast í augu við í hvaða ástandi maður raunverulega er.  þetta hljómar kannski öfugsnúið en til að finna sjálfan sig þarna einhversstaðar í hugsanaflóðinu, þá þarf maður að horfast í augu við hvar maður er í dag, og það er ansi erfitt því þá vaknar meðvirkninn upp í manni, parturinn sem hefur alltaf talið manni trú um að mínar tilfinningar, mínar þarfir, mínir draumar skipti ekki máli, heldur verði ég alltaf að sinna þörfum annarra og gera allt til að öllum öðrum líði vel jafnvel þó að það henti ekki mínum þörfum og mínu lífi.  þetta er einn stór vítahringur.

það er svo margt sem mig langar til að skrifa, svo margt sem mig langar til að koma frá mér, en ég kem því ekki, því hugsanaflóðið er svo griðarlegt að ég næ ekki að einbeita mér að neinu einu heldur kemur allt í belg og biðu upp í hausnum á mér, allt hringsnýst og mér verður óglatt, með kvíða, og svima. 

en ég hlýt að komast í gegnum þetta.  bara halda áfram að lesa og ekki gefast upp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

Ég get einhvernveginn ekki alveg ímyndað mér hvernig er að takast á við meðvirknina í byrjun bara einn og sér. Ég fékk aldrei nein kvíðaköst, en auðvitað var ég upp og niður endalaust. En ég var með trúnaðarkonu (reyndar ennþá) sem ég gat alltaf hringt í, alltaf þegar mér fannst ég vera að fara í e-ð rugl, þegar mér leið illa, leið vel eða bara þegar ég skildi ekki ... og alltaf komst ég aftur inná réttu brautina um leið.

Ég er alveg viss um að ég hefði ekki höndlað þetta jafn vel ein mér sjálfri mér ... svo ég mæli pott þétt með hinu og að vinna sporin, hvort sem það er í al-anon eða í CoDA

Birna Rebekka Björnsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband