hvernig skilgreinir þú meðvirkni?

í bókinni eru spurningar sem maður er hvattur til að svara og ég ætla að gera það hér (allavega sumum þeirra).

í mínum huga (eftir að hafa lesið eitt og annað) er meðvirkni þegar  maður er orðin of upptekin við að stjórna og hafa áhyggjur af lífi annarra, þannig að það hefur neikvæð áhrif á mitt líf.  maður hefur of mikla ábyrgðarkennd gagnvart öllum mögulegum sem ómögulegum hlutum, og oftar en ekki eru það hlutir/atriði sem maður hefur enga aðstöðu til að hafa áhrif á.  maður hefur áhyggjur af því hvernig foreldrar, systkyni, vinir lifa sínu lífi.  maður gerir allt of miklar kröfur til sjálfs sín, kröfur sem maður myndi ekki ætla neinum öðrum að geta uppfylt.  á sama tíma er sjálfsálitið í algjöru lágmarki og maður er alltaf að reyna að auka við sjálfsálitið sitt með því að hjálpa öðrum með þeirra verkefni.  vera góður, vera alltaf til staðar fyrir alla.  en á sama tíma lætur maður sjálfan sig og sínar þarfir sitja á hakanum.

ég lærði fyrir nokkrum árum síðan að það er ekki á mína ábyrgð hvernig foreldrar mínir og systur lifa.  ef þau kjósa að drekka, þá verða þau bara að gera það.  þetta var mjög erfitt fyrir mig, og ég þurfti að draga mig meira út úr stórfjölskyldunni til að geta sætt mig við þetta.  stundum velti ég fyrir mér hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun, því að ég upplifi mig oft enn einangraðri en áður.  en ég held að það sé ástæða fyrir því og hún er sú að þetta var bara eitt atriði af mörgum sem ég þarf að taka á.  ég er rétt að byrja í þessari löngu göngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

 Ég held að meðvirkni geti birst á svo ótrúlega margan hátt og ábyggilega ekki eins hjá neinum. Ég t.d. hafði ekki hugmynd um hvað meðvirkni var þegar ég fór í al-anon en ég fór á fund því ég var svo meðvirk (gat ekki sagt nei). Alveg ótrúlegt að ég skuli hafa verið svona illa haldin af meðvirkni í öll þessi ár og ekki haft hugmynd um það .... mér var sagt að ég væri þunglynd og kvíðin, sem jújú var alveg satt - því ég var svo meðvirk. Enda gerðist ekkert, alveg sama við hvern ég talaði og hvaða pillur ég tók. Það var ekki fyrr en ég fór að díla við mína meðvirkni sem allt fór að breytast - OG ÞAÐ HRATT! hætt á öllum mínum pillum eftir 6 mánuði og aldrei verið hamingjusamari, þetta er magnað

Mér hefur fundist þessi skilgreining á meðvirkni hafa átt ágætlega við um mig ... ehm reyndar eins og þær flestar

 1)      Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsvirði
2)      Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk.
3)      Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum.
4)      Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum.
5)      Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg

Birna Rebekka Björnsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband